Ábyrgar veiðar vernda fiskinn
Með því að fylgjast vel með fiskistofnum og stjórna veiðum í samræmi við ráðgjöf vísindamanna reynum við að tryggja sjálfbæra nýtingu.

Meiri verðmæti með nýsköpun
Með nýrri tækni, hugviti og framtaksemi tryggjum við betri nýtingu á hverjum fiski. Mörgu af því sem áður var hent er nú breytt í verðmæti. Verðmætin aukast umfram veitt magn.

Stærri fiskistofnar – minni olíunotkun
Stærri fiskistofnar leiða til þess að auðveldara er að sækja fiskinn. Við það minnkar olíunotkun og um leið losun á gróðurhúsalofttegundum.

Tæplega helmings samdráttur
Olíunotkun í sjávarútvegi á Íslandi hefur minnkað úr 246 þúsund tonnum árið 1990 í 133 þúsund tonn árið 2017. Sparneytnari vélar, ný hönnun og tækni auðvelda fiskveiðar og þar með dregur úr olíunotkun.

Fiskimjölsframleiðsla með rafmagni
Við rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja hefur dregið úr olíunotkun í sjávarútvegi. Ellefu fiskimjölsverksmiðjur eru starfræktar og eru þær að langmestu leiti knúnar með rafmagni.

Endurvinnsla veiðarfæra stuðlar að hreinna hafi
Með því að tryggja að veiðarfærum sé komið í endurvinnslu er komið í veg fyrir að ónýt veiðarfæri hafni í sjónum og valdi skaða þar. Sjávarútvegurinn skilar um 1.100 tonnum af veiðarfærum á ári, en 96% af þeim eru endurunnin.

Fjárfesting er forsenda framfara
Með endurnýjun skipaflotans, nýjum tækjum og fjárfestingum er gert ráð fyrir að olíunotkun muni dragast saman um 19% til viðbótar til ársins 2030.
