- Hver er ávinningur fyrirtækja af því að taka nema í vinnustaðanám eða starfsþjálfun?
- Eru hindranir á veginum?
Menntahópur Húss atvinnulífsins stendur fyrir fræðsluhádegi í Húsi atvinnulífsins á morgun, þriðjudaginn 27. janúar kl. 12.00 - 13.00. Boðið verður upp á létta hressingu.
Á fundinum verður leitað svara við eftirfarandi spurningum:
- Hver er ávinningur fyrirtækja af því að taka nema í vinnustaðanám eða starfsþjálfun?
- Eru hindranir á veginum?
Dagskrá
Áherslur fyrirtækja við eflingu fagmenntunar
- Bolli Árnason, framkvæmdastjóri GT-tækni.
- Guðrún Sighvatsdóttir skrifstofustjóri FISK seafood.
- Trausti Víglundsson, fagstjóri Icelandair Hotels.
Þá mun Arnar Þorsteinsson, náms og starfsráðgjafi hjá Iðunni, segja frá markaðstorginu Verknam.is en það er vettvangur fyrir nemendur í leit að nemaplássi og verkfæri fyrir fyrirtæki eða meistara sem vilja auglýsa eftir lausum nemaplássum.
Fundarstjóri er Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá SI.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á 1. hæð.
Vinsamlegast skráið þátttöku með því að smella hér.