Forkeppni um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 fór fram veitingastaðnum Kolabrautinni í á mánudag. Tíu matreiðslumenn tóku þátt og þeir fjórir hlutskarpastir sem keppa til úrslita á sunnudaginn 1. mars í Hörpu eru:
- Atli Erlendsson – Grillið Hótel Saga
- Axel Clausen – Fiskmarkaðurinn
- Kristófer Hamilton Lord – Lava Bláa Lónið
- Steinn Óskar Sigurðsson – Vodafone
Eina krafan sem gerð var til keppenda í forkeppninni var að notaður yrði íslenskur þorskur. Uppskriftirnar eru ef til vill ekki á færi allra leikmanna í eldhúsinu en fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi voru þó sérlega spenntir að sjá verðlauna uppskriftirnar og fengu leyfi frá skipuleggjendum keppninnar til að deila þeim. Við munum því birta eina á viku, það er hvern mánudag, næstu fjórar vikurnar.
Eins og fyrr segir fer lokakeppnin fram á sunnudaginn í Hörpu og verða úrslit kynnt með verðlaunaafhendingu klukkan 17 sama dag. Gestir og gangandi eru hvattir til að mæta og fylgjast með, en nóg verður um að vera fyrir sælkera í Hörpu þar sem matarmarkaður Búrsins verður m.a. í húsinu sömu helgi