Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing um örplast í skólpi. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum hreinsiaðferðum til verndar lífríkis í viðtaka skólps.
Tími: Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13:30 – 16:00
Staðsetning: Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35
Guðjón Atli Auðunsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Um uppsprettur, afdrif og hættur af örplasti í sjó og hvað er til úrbóta.
Mögulegar leiðir varðandi hreinsun og meðhöndlun á örplasti úr skólpi á Íslandi
Sigurður Thorlacius, Eflu