Sjávarútvegssýningin stækkar í Laugardalshöll
Sjávarútvegssýningin SJÁVARÚTVEGUR 2019/ ICELAND FISHING EXPO 2019 verður haldin í Laugardalshöll, 25. – 27. september.
Sýningin hefur vaxið töluvert og mikil spurn hefur verið eftir sýningarsvæðum bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Á sýningunni verður að finna bæði stór og smá fyrirtæki er þjóna sjávarútveginum og sýna allt það nýjasta á þessu sviði.
Sjávarútvegurinn er að þróast í átt til hátækniiðnaðar sem má sjá í fjölbreytni fyrirtækjanna sem taka þátt í sýningunni. Tilgangur sýningarinnar er að veita fagaðilum og áhugafólki tækifæri til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi. Þessar jákvæðu tæknibreytingar skipta miklu fyrir velferð íslensks samfélags.
Við opnun sýningarinnar verða veittar viðurkenningar til þeirra er hafa skarað fram úr á árinu. Þarna hefur fjölbreyttur hópur innan sjávarútvegsgeirans tækifæri til að hittast en almenningur á einnig fullt erindi á sýninguna.