Sameiginleg markaðssetning og aukin verðmæti.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda ráðstefnu á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 29. maí nk. Fundurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 15.
Yfirskrift fundarins er „Sameiginleg markaðssetning og aukin verðmæti“ en á honum verður fjallað um stöðu sjávarútvegsins í dag, starfsemi samtakanna frá stofnun þeirra á síðasta ári og tækifærin sem felast í sameiginlegri markaðssetningu sjávarútvegsins á Íslandi.
Fundarstjóri er Karen Kjartansdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setur ráðstefnuna en sérstakur gestur er Jonathan Banks, sérfræðingur og fyrirlesari um markaðssetningu og kauphegðun í matvælaiðnaði.
Nánari upplýsingar um dagskrána.
Fundurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig hér að neðan: