Kæri mottumarsari
Lokahóf Mottumars verður haldið á morgun, föstudaginn 18. mars í húsnæði Hvalasýningarinnar að Grandagarði 23-25. Húsið opnar kl.17:00 og stendur athöfnin til kl. 18:00. Verðlaunverða veitt fyrir þrjú efstu sætin í einstaklings- og liðakeppninni og auðvitað fyrir fegurstu mottuna 2016.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
Fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands, vil ég þakka þér innilega fyrir stuðninginn og þátttökuna í Mottumars 2016. Það er ómetanlegt að hafa þig í liði með okkur í baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Ég hvet þig til að fræðast enn betur um krabbamein í körlum en ítarlega fræðslu má finna hér.
Kær mottukveðja,
Kristján Oddsson
forstjóri Krabbameinsfélags Íslands