Rannsóknasjóður síldarútvegsins auglýsir styrki sem skipt er í tvo flokka:
Doktorsverkefni
Rannsóknaverkefni vegna rannsókna á líffræði síldar, veiðum, vinnslu og markaðssetningu afurða og annarra uppsjávarfiska. Styrkinum er úthlutað til doktorsverkefna og heitir Sigurjónsstyrkur eftir prófessor Sigurjóni Arasyni. Mælt er með að nemi sé búinn að finna sér leiðbeinanda sem hefur lesið yfir umsókn og samþykkt áður en hún er send til sjóðsins.
Fræðslu- og kynningarverkefni í sjávarútvegi
Sjóðurinn styrkir námsefnisgerð í grunnskólum og fyrir sjávarútvegstengt nám á framhaldskólastigi. Gerð er krafa um að fræðslu- og kynningarefni styrkt af sjóðnum verði öllum aðgengilegt á netinu án gjalds.
Umsóknarfrestur er 15. maí
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á slóðinni menntun og samfélag.
Segðu frá góðum hugmyndum
Styrkinum er annars vegar úthlutað til doktorsverkefna og hins vegar til námsefnis í grunnskólum og fyrir sjávarútvegstengt nám á framhaldskólastigi.
Mynd: Peter Prokosch
