Viggó Örn Jónsson hefur starfað á Jónsson & Lemacks í rúman áratug fyrir m.a. Landsbankann, Landsvirkjun og 66°Norður. Viggó er annar stofnenda stofunnar og er jafnframt einn stofnenda Plain vanilla leikjafyrirtækisins. Hann hlaut fyrr á árinu Webby-verðlaunin í flokknum besta auglýsing fyrir snjalltæki. Til gamans má geta að meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Amazon, eBay, Yahoo!, iTunes, Google, BBC News, CNN, New York Times, Facebook, Wikipedia og Flickr. Viggó er líka mikill áhugamaður um íslenskan sjávarútveg og fór yfir sviðið í fyrirlestri á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem haldinn var fyrir skömmu.
