Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar.
Menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2015 verða útnefnd en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið en dómnefnd mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru m.a.:
- að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins
- stuðlað sé að menntun og fræðslu umfram það sem ætlast er til í lögum og reglugerðum
- Virk þátttaka starfsmanna
- Hvatning til frekara náms
- Hefur haft jákvæð áhrif á starfsemi, ímynd og framlegð fyrirtækisins
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru m.a.:
- að lögð sé stund á nýsköpun í menntun, -innan fyrirtækis eða í samstarfi fyrirtækja
- að menntastig sé hækkað
- að samstarf fyrirtækja og samfélags sé til staðar um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja
Tilnefningar sendist í tölvupósti á info@sjavarutvegurinn.is fyrir 19. janúar.
Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins en þetta er í annað sinn sem dagurinn er haldinn. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA.
Dagskrá menntadagsins verður auglýst þegar nær dregur.