"Marie Christine Monfort, ráðgjafi í markaðssetningu sjávarafurða mun halda erindi um tækifæri Íslands til að ná inn á verðmætari hluta markaðsins, einkum með þorskafurðir."
Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 8.30-10.00 á Grand hótel Reykjavík
Á fundinum verður farið yfir þróun útflutnings Íslendinga á sjávarafurðum til Frakklands og stöðuna í dag, en Frakkland er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir sjávarafurðir. Marie Christine Monfort, ráðgjafi í markaðssetningu sjávarafurða mun halda erindi um tækifæri Íslands til að ná inn á verðmætari hluta markaðsins, einkum með þorskafurðir.
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar og skráning á vef Iceland Responsible Fisheries. Fundargestum er boðið að þiggja morgunverð frá kl. 8.00 en svo hefst fundurinn kl. 8.30.
Nánari upplýsingar veitir Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is