Aðalfundi og ársfundi SFS er lokið og tókust vel. Ársskýrslan er venju fremur efnismikil og athygliverð erindi voru flutt á ársfundinum. Hér fylgja erindi Lovísu Önnu Finnbjörnsdóttur frá Deloitte og Helga Hjálmarssonar frá Völku. Lovísa greindi frá hlut sjávarútvegsfyrirtækja í rekstri íslenskra tækni og framleiðslufyrirtækja, sem reyndist vera tæpir 50 milljarðar árið 2016. Helgi ræddi afrakstur samstarfs við framsækin sjávarútvegsfyrirtæki. Áhugaverð erindi sem vörpuðu skýru ljósi á mikilvægi þess að sjávarútvegsfyrirtæki séu í færum til að fjárfesta.
Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Deloitte - Auðlind vex af auðlind.
Helgi Hjálmarsson, Valka - Afrakstur samstarfs við framsækin sjávarútvegsfyrirtæki.
Ársskýrslu SFS má nálgast hér.
Myndir frá ársfundi
