Upp­taka af fyr­ir­lestri Arne Hjeltenes um mark­aðs­mál

Fyrirlestur Arne Hjeltenes frá morgunverðarfundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins og SFS er nú kominn á Youtube. Arne stiklaði á stóru um markaðsmál Íslendinga og Norðmanna með tiliti til ferðaþjónustu og sjávarútvegs. Einnig kom hann inn á sérstöðu landanna og hve mikill kraftur býr í norrænni sköpunargáfu sem við getum öll tileiknað okkur.

Arne þarf vart að kynna eftir umfjallanir síðastliðinna vikna en hann hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum, hefur unnið við markaðssetningu norskra sjávarafurða og hefur því meðal annars verið haldið fram að hann hafi kennt Japönum að nota norskan lax í sushi en hefur einnig reynslu af markaðssetningu Noregs í Bandaríkjunum.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px